Sverre tekur við – Jónatan ekki á leiðinni

Sverre Jakobsson í leik með Akureyringum.
Sverre Jakobsson í leik með Akureyringum. Ljómynd/Þórir Tryggvason

Sverre Andreas Jakobsson tekur við þjálfun Akureyrar handboltafélags í vor. Atli Hilmarsson, núverandi þjálfari sem tók við stjórnvelinum fyrir áramótin, tók aðeins tímabundið við þjálfun þegar Heimir Örn Árnason óskaði eftir að hætta en hann og Sverre voru þjálfarar framan af keppnistímabilinu í Olísdeild karla í handbolta.

„Ég veit ekki til þess,“ svaraði Hannes Karlsson, formaður Akureyrar handboltafélags, spurður í gær hvort eitthvað væri hæft í að Jónatan Magnússon, þjálfari Kristiansund, myndi þjálfa Akureyrarliðið ásamt Sverre. „Ég þekki Jónatan vel en hann er ekki að koma til okkar,“ sagði Hannes ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert