Skoruðu 14 mörk eftir hraðaupphlaup

Ágúst Þór Jóhannsson, og Gústaf Adolf Björnsson stýra liði Víkings.
Ágúst Þór Jóhannsson, og Gústaf Adolf Björnsson stýra liði Víkings. mbl.is/Golli

Víkingar unnu auðveldan sigur á heimavelli í kvöld, 35:17, í 1. deild karla í handknattleik eftir að hafa verið 13 mörkum yfir í hálfleik, 21:8. Víkingur eru eftir sem áður í öðru sæti deildarinnar en ÍH rekur lestina. 

Eins og úrslitin gefa til kynna voru yfirburðir Víkinga miklir en þeir skoruðu m.a.  14 mörk eftir hraðaupphlaup. 

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7, Sigurður Eggertsson 7, Einar Gauti Ólafsson 6, Egill Björgvinsson 6, Hlynur Óttarsson 3, Pálmi Rúnarsson 2, Ægir Hrafn Jónsson 2, Elmar Ólafsson 1 og Arnar Freyr Theodórsson 1.

Mörk ÍH: Guðni Siemsen Guðmundsson 5, Oliver Jóhannesson 5, Snorri Rafn Theodórsson 2, Stefan Mickael Sverrisson 2, Þórir Bjarni Traustason 1, Jón Bjarni Ólafsson 1 og Sigþór Michaelsson 1.

Grótta burstaði Þrótt, 40:19, í Laugardalshöllinni þar sem Þorgeir Davíðsson skoraði 10 marka Seltirninga. Grótta er áfram þremur stigum á undan Víkingi í einvígi liðanna um að komast beint upp í úrvalsdeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert