Arna Sif á leið til Nice

Arna Sif Pálsdóttir í landsleik.
Arna Sif Pálsdóttir í landsleik. mbl.is/Golli

Franska handknattleiksfélagið Nice hefur samið við íslensku landsliðskonuna Örnu Sif Pálsdóttur til næstu tveggja ára en hún kemur þangað í sumar frá SK Aarhus í Danmörku. Franska blaðið Nice-Matin skýrði frá þessu í dag.

Arna Sif, sem er 27 ára gömul og leikur sem línumaður, fór til Danmerkur frá HK árið 2009 og lék með Aalborg og Esbjerg áður en hún gekk til liðs við SK Aarhus. Hún fór með liðinu upp í úrvalsdeildina síðasta vor og þar hefur liðið komið talsvert á óvart í vetur.

Karen Knútsdóttir hefur leikið með Nice í vetur og gengið vel. Lið hennar er í fimmta sæti af tíu liðum í efstu deild og er búið að tryggja sér sæti í sex liða úrslitakeppninni um meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert