Hamrarnir fara í umspilið

Hamrarnir eru öruggir í umspil um sæti í Olís-deildinni.
Hamrarnir eru öruggir í umspil um sæti í Olís-deildinni. Thorir O. Tryggvason.

Hamrarnir frá Akureyri tryggðu sér í kvöld umspilssæti um að komast upp í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur á KR í Vesturbænum, 26:25.

Um hreinan úrslitaleik um fimmta sætið var að ræða, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og Hamrarnir með betri innbyrðir viðureignir. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og lengst af í fyrri hálfleik, en undir lok hans fóru norðanmenn að síga fram úr og höfðufjögurra marka forystu í hálfleik, 15:11.

Hamrarnir héldu forystunni lengst af síðari hálfleiknum, en undir lok hans sótti KR í sig veðrið og minnkaði muninn í eitt mark þegar um þrjár mínútur voru eftir. Norðanmenn héldu þó haus, uppskáru sigur 26:25 og um leið sæti í umspilinu.

Mörk Hamranna: Heimir Pálsson 5, Valdimar Þengilsson 5, Elfar Halldórsson 4, Kristján Sigurbjörnsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Valþór Guðrúnarson 2, Benedikt Línberg1, Róbert Sigurðarson 1, Almar Bjarnason 1.
Mörk KR: Arnar Jón Agnarsson 6, Hermann Ragnar Björnsson 6, Sigurbjörn Markússon 3, Finnur Jónsson 3, Jóhann Gunnarsson 3, Bjarni Jónasson 2, Eyþór Vestmann 1, Kristján Svan Kristjánsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert