Sex lið skipta út þjálfara

Hilmar Guðlaugsson
Hilmar Guðlaugsson Árni Sæberg

Að minnsta kosti sex liðanna í Olís-deild kvenna í handknattleik skipta um aðalþjálfara í sumar. Í gær staðfestu HK-ingar að Hilmar Guðlaugsson myndi hætta eftir tímabilið en hann hefur starfað hjá félaginu um langa hríð og stýrt kvennaliðinu frá árinu 2010.

HK er í 9. sæti deildarinnar og á enn von um úrslitakeppni.

Áður var ljóst að þjálfarar ÍR, Hauka, FH og ÍBV myndu hætta eftir tímabilið, auk þess sem Óskar Bjarni Óskarsson hættir hjá Val og Alfreð Örn Finnsson tekur alfarið við. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert