Leit hafin hjá Hildi

Hildur Þorgeirsdóttir að skjóta á mark.
Hildur Þorgeirsdóttir að skjóta á mark. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef ákveðið að fara frá Þýskalandi en hvert er óráðið ennþá,“ segir Hildur Þorgeirsdóttir, handknattleikskona hjá þýska 1. deildar liðinu Koblenz/Weibern.

„Mín mál eru á byrjunarreit og ekki hægt á þessari stundu að segja mikið meira um hvað tekur við,“ segir Hildur sem er að ljúka sinni fjórðu leiktíð í Þýskalandi.

Hildur, sem lék með FH og Fram hér heima, fór út til Þýskalands sumarið 2011 eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning við Blomberg-Lippe. Þegar þeim samningi lauk flutti Hildur sig yfir til Koblenz/Weibern.

Sjá samtal við Hildi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert