Lokaspretturinn var Aftureldingar

Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR. Örn Ingi Bjarkason og Hrafn Ingvarsson, …
Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR. Örn Ingi Bjarkason og Hrafn Ingvarsson, Aftureldingu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Afturelding vann ÍR, 28:24, í næst síðustu umferð Olís-deildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Afturelding er þar með í öðru sæti deildarinnar þar sem Valur vann Stjörnuna. Valur hefur þar með þriggja stiga forskot í efsta sætinu.

Leikurinn að Varmá í kvöld var jafn í nærri 50 mínútur. Mosfellingar voru sterkari á síðustu tíu mínútunum. Varnarleikurinn og markvarslan var betri en hjá ÍR-ingum auk þess sem sóknarleikurinn gekk liðlega. Þá munaði mjög um að Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar, varði tvö vítaköst í jafnri stöðu þegar á leið síðari hálfleikinn.

Fylgst var með leiknum í beinni  textalýsingu á mbl.is. 

Afturelding 28:24 ÍR opna loka
60. mín. Davíð Svansson (Afturelding) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert