FH burstaði Akureyringa

Magnús Óli Magnússon, FH, o g Bergvin Gíslason, Akureyri, eigast …
Magnús Óli Magnússon, FH, o g Bergvin Gíslason, Akureyri, eigast við. Sverre Jakobsson fylgist með. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Akureyri og FH spiluðu fyrir norðan í kvöld í Olís-deild karla. Það er skemmst frá því að segja að FH vann mjög þægilegan sigur 27:19. Akureyringar duttu niður í 6. sætið en FH þjarmar að ÍR sem enn heldur 3. sætinu í deildinni.

FH-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og náðu þeir fljótt fimm marka forskoti. Vörn Akureyringa var eins og gatasigti og Tomas Olason var í vandræðum í markinu. Bjarki Símonarson leysti hann af og smám saman komust heimamenn inn í leikinn. Tókst þeim að minnka muninn niður í tvö mörk áður en hvíldin kom. Staðan var 12:14 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ein samfelld hörmungarsaga Akureyringa og FH lokaði vörn sinni. Áður en menn vissu af var forskot FH orðið 10 mörk. Á lokakaflanum var fátt um fína drætti en heimamenn löguðu stöðuna örlítið og endaði leikurinn 19:27.

Fylgst var með leiknum í beinni  textalýsingu á mbl.is. 

Akureyri 19:27 FH opna loka
60. mín. Tomas Olason (Akureyri) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert