Fram tapaði en slapp við fallið

Jón Þorbjörn Jóhannsson línumaður Hauka brýst í gegnum vörn Framara …
Jón Þorbjörn Jóhannsson línumaður Hauka brýst í gegnum vörn Framara í kvöld. Eggert Jóhannesson

Fram og Haukar mættust í íþróttahúsi Fram í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla, Olís-deildinni, kl. 19.30. Haukar unnu sannfærandi sigur 27:23 og voru yfir að loknum fyrri hálfleik 13:10. Fram heldur engu að síður sæti sínu í deildinni þar sem Stjarnan tapaði í Garðabæ. Fylgst var með leiknum í beinni  textalýsingu á mbl.is. 

Haukar höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn og þeir léku vel. Framarar áttu í erfiðleikum í sókninni og náðu sér ekki almennilega á strik í vörninni fyrr en seint í leiknum. Elías Már Halldórsson og Morkunas voru bestir hjá Haukum en Ólafur Ægir Ólafsson hjá Fram. 

Fram 23:27 Haukar opna loka
60. mín. Elías Bóasson (Fram) skoraði mark Skot fyrir utan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert