Botnliðið vann ÍBV í Eyjum

Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, í uppstökki í leik gegn HK.
Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, í uppstökki í leik gegn HK. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV og HK áttust við í Vestmannaeyjum í kvöld í næst síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. HK-ingar unnu leikinn með einu marki 38-37 en staðan í hálfleik var 19-18 fyrir HK.  Markahæstur í liði Eyjamanna var Theodór Sigurbjörnsson en hann skoraði 7 mörk. Hjá HK var það Leó Snær Pétursson sem var markahæstur en hann skoraði 16 mörk.

Leikurinn var í járnum allan leikinn og lítið um varnir hjá báðum liðum. HK-ingar börðust allann tímann og uppskáru að lokum sigur eins og fyrr segir 38-37.

ÍBV 37:38 HK opna loka
60. mín. Leik lokið HK-INGAR VINNA!!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert