Með því verra sem ég hef upplifað

„Þetta var skelfilegt. Þetta var með því verra sem ég hef upplifað. Ég sagði það nú þegar við urðum bikarmeistarar að það yrði erfitt verkefni að ná þeim upp aftur. En ég er búinn að reyna í sjö vikur en við erum ekki mættir ennþá.“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV í kvöld sem vægast sagt ekki sáttur með sína menn sem töpuðu 38:37 gegn botnliði HK í kvöld.

„Þetta er fyrst og fremst í hausnum á okkur, við mætum ekki til leiks og erum skelfilegir. Það er erfitt að segja þetta. Þetta er skelfilegt og hrikalega lélegt. Vörnin er hræðileg og það eru mín mistök að fara að prófa ekki eitthvað annað. En h ún hefur smollið oft í lokin en gerði það ekki í dag. Við erum því miður ekki með í þessu í dag,“ sagði Gunnar.

Eyjamenn fengu á sig 38 mörk, hvað var það sem gerðist?

„Það var bara allt að, þó svo að Haukur hafi verið góður fyrir aftan þá small bara ekkert,“ sagði Gunnar.

Myndbandsviðtalið má sjá í heild hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert