Stjarnan þarf á stigi að halda gegn Val

Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er Stjörnunni mikilvægur.
Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er Stjörnunni mikilvægur. mbl.is/Golli

Heil umferð fer fram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld klukkan 19:30 og er um þá næstsíðustu í deildinni að ræða.

Stjarnan fær topplið Vals í heimsókn í Garðabæinn og þurfa Garðbæingar á stigi að halda. Að öðru kosti falla þeir niður í 1. deild.

Fram getur einnig sent Stjörnuna niður með því að vinna Hauka í Safamýri.  Framarar eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna og eru með betri stöðu innbyrðisviðureignum liðanna en þess má geta að liðin mætast í lokaumferð deildarinnar í Safamýri.

Aðrir leikir kvöldsins:

Akureyri - FH
Afturelding - ÍR
ÍBV - HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert