Ein rimma liggur fyrir

Valur og Fram mætast í átta liða úrslitunum.
Valur og Fram mætast í átta liða úrslitunum. mbl.is/Árni Sæberg

Þótt ekki komi til úrslitaleikja, hvorki á toppi né á botni Olís-deildar karla í handknattleik í lokaumferðinni á fimmtudagskvöldið, þá ríkir talsverð spenna fyrir því hvaða lið muni mætast í úrslitakeppninni sem hefst strax eftir páska.

Það eina sem er ljóst er að Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val, sem urðu deildarmeistarar í gærkvöldi, mæta Fram í 8-liða úrslitum. Valur situr í efsta sæti og Fram kemst hvorki ofar né neðar en nú er, þ.e. í áttunda sæti.

Afturelding hafnar í öðru sæti en getur annað hvort mætt ÍBV eða Akureyri. ÍR og FH sitja jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti fyrir lokaumferðina með 30 stig. ÍR stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum liðanna í deildinni í vetur. Akureyri er eina liðið sem getur hirt fimmta sætið af Haukum. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert