Alfreð og Aron vinsælastir í Þýskalandi

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson.
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson. Thorir O. Tryggva 898-3357

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hjá Kiel fá að meðaltali flesta áhorfendur á heimaleiki sína í þýska handboltanum en að meðaltali hafa 10.116 áhorfendur séð þá spila í þeim fjórtán heimaleikjum sem liðið hefur spilað í deildinni í vetur en höllin í Kiel tekur ekki fleiri áhorfendur.

Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson í Rhein-Neckar Löwen eru þó skammt undan en 9485 mæta á völlinn til að sjá þá spila.

Fjöldinn áhorfenda er kominn niður í sjö þúsund til að sjá Dag Sigurðsson og hans lærisveina í Füchse Berlin spila sem er þó langt yfir meðaltalinu sem er 4544 manns.

Áhorfendatölur í Þýskalandi:

Lið

Heildarfj.

Meðaltal

Fjöldi hl.

1.

Rhein-Neckar Löwen

132.794

9.485

14

2.

THW Kiel

131.520

10.116

13

3.

Füchse Berlin

93.973

7.228

13

4.

HSV Hamburg

91.207

6.514

14

5.

SC Magdeburg

90.743

6.049

15

6.

SG Flensburg-H.

86.231

5.748

15

7.

Frisch Auf Göppingen

74.150

4.943

15

8.

TBV Lemgo

54.581

3.898

14

9.

HC Erlangen

53.392

3.559

15

10.

VfL Gummersbach

53.182

3.545

15

11.

HSG Wetzlar

52.786

4.060

13

12.

TSV Hannover-Burgdorf

48.292

3.449

14

13.

SG BBM Bietigheim

47.151

3.143

15

14.

Bergischer HC

42.600

2.840

15

15.

MT Melsungen

41.314

2.951

14

16.

GWD Minden

35.289

2.520

14

17.

HBW Balingen-W.

33.560

2.581

13

18.

TuS N-Lübbecke

27.985

2.152

13

19.

TSG Friesenheim

27.220

1.944

14

Heildarfjöldi:

1.217.970

4.544

Heimild: Handball-world.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert