Birna Berg rær á ný mið

Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir. mbl.is/Golli

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, verður ekki áfram í herbúðum norska liðsins Molde. Hún kom til liðsins um áramótin að láni frá sænska meistaraliðinu Sävehof. Ljóst er einnig að Birna Berg leikur ekki með Sävehof á næsta keppnistímabili. Samningur hennar við liðið rennur út í vor.

Þegar fyrir lá að Einar Jónsson héldi ekki áfram að þjálfa Molde að núverandi keppnistímabili loknu mun Birna Berg misst áhugann á að vera áfram hjá Molde þótt liðið leiki í norsku úrvaldeildinni á næsta vetri.

Birna Berg lék afar vel með Molde og vakti frammistaða hennar verðskuldaða athygli.

Eftir því sem næst verður komist hafa félög í Noregi og í Þýskalandi sýnt Birnu Berg áhuga og m.a. hefur hún fengið gott tilboð frá einu af betri liðum norsku úrvalsdeildinnar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert