Þjálfari meistaraliðs ÍBV hættir

Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, ásamt börnum sínum Kristbjörgu Ástu og …
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, ásamt börnum sínum Kristbjörgu Ástu og Magnúsi Inga í vor þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn. mbl.is/Ómar

Gunnar Magnússon, þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV í handknattleik karla, hættir með liðið að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samkvæmt heimildum mbl.is þá tilkynnti Gunnar ákvörðun sína á fundi með leikmönnum ÍBV liðsins í hádeginu í dag.

Fleiri heimildir innan ÍBV hafa staðfest við mbl.is að Gunnar hætti með ÍBV-liðið í vor eftir tveggja ára starf. Tíðindin eru óvænt þar sem ÍBV-liðið hefur verið einstaklega sigursælt undir stjórn Gunnars. ÍBV varð Íslandsmeistari á síðasta ári og bikarmeistari í lok febrúar eftir ævintýralega leiki við Hauka í undanúrslitum og FH í úrslitum. 

ÍBV mætir FH í lokaumferð Olís-deildarinnar á morgun. ÍBV situr í sjöunda sæti Olís-deildarinnar og mjakist liðið ekki ofar eftir leikinn við FH þá mæta Eyjamenn Aftureldingu í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert