Yndislegt að vinna þennan bikar

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

„Það er hreint yndislegt að vinna þennan bikar. Hann er afrakstur mikils stöðugleika sem hefur verið í liðinu frá upphafi til enda deildarkeppninnar,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, eftir að hafa tekið við deildarmeistarabikarnum í Olís-deild kvenna á heimavelli í gærkvöldi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Grótta vinnur deildarmeistaratitilinn í handknattleik kvenna og bætist bikarinn þar með í ört stækkandi safn Gróttukvenna sem unnu bikarkeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins í lok febrúar.

Þótt Gróttukonur fögnuðu dátt deildarmeistaratitlinum í gærkvöldi þá gátu þær ekki fagnað sigri í síðasta leik keppnistímabilsins fyrir framan stuðningsmenn sína. ÍBV setti strik í reikninginn með því að vinna með tveggja marka mun, 20:18, og tryggja sér þar með fjórða sæti deildarinnar og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

„Þó að þessi leikur í kvöld hafi ekki endað á þann hátt sem við vildum þá urðum við engu að síður deildarmeistarar,“ sagði Anna Úrsúla.

Nánar er rætt við Önnu og fjallað um lokaumferð deildarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert