Í titilbaráttu í Portúgal

Brynhildur Sól Eddudóttir, til vinstri, og liðsfélagi hennar, Sara Sousa, …
Brynhildur Sól Eddudóttir, til vinstri, og liðsfélagi hennar, Sara Sousa, til hægri.

Ekki hefur sú staðreynd farið hátt að við Íslendingar eigum fulltrúa í baráttunni um portúgalska meistaratitilinn í handbolta. Skýringin kann að vera sú að Brynhildur Sól Eddudóttir, leikmaður toppliðsins Alavarium Love Tiles, er fædd og uppalinn í Noregi.

Foreldrar hennar eru íslenskir og er hún íslenskur ríkisborgari en Brynhildur bjó lengst af í Bergen. Hvernig kom það til að Brynhildur endaði í Portúgal sem ekki er nú þekktasta handboltaland Evrópu?

„Ég kláraði framhaldsskólann í fyrra og ákvað í framhaldinu að fara í nám í Portúgal. Ég ræddi við þjálfara sem höfðu starfað hérna. Í framhaldinu fann ég lið og flutti hingað. Handboltinn sem er spilaður í Portúgal er svolítið öðruvísi heldur en í Noregi sem dæmi. Portúgalir eru almennt lágvaxnari heldur en Norðmenn eða Íslendingar. Til dæmis tekur maður eftir því að leikstíll miðjumanna er frábrugðinn því sem maður þekkir,“ sagði Brynhildur þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gær og hún er ánægð með lífið í suðurhluta álfunnar.

Nánar er rætt við Brynhildi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert