„Aukaorka í úrslitakeppninni“

Arnรณr Freyr Stefรกnsson, fyrir miðri mynd.
Arnรณr Freyr Stefรกnsson, fyrir miðri mynd. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Arnór Freyr Stefánsson, kom inn á af varamannabekknum hjá ÍR, og varði á mikilvægum augnablikum á lokakafla leiksins gegn Aftureldingu í Austurbergi í dag. ÍR hafði betur 25:24 og jafnaði metin 1:1 í rimmunni. 

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna gegn Haukum eða Val. Mbl.is spurði Arnór hvort þetta stefndi í fimm leikja rimmu? „Jú af hverju ekki en við verðum bara að sjá hvað gerist,“ sagði Arnór sem sagði ÍR-liðið geta byggt á leik liðsins fyrstu 45 mínúturnar í dag þar sem liðið kom sér upp 9 marka forskoti en Afturelding nagaði það niður síðasta korterið. 

„Ég veit ekki hvað gerðist á síðasta korterinu en við komum ekki boltanum í netið. Það er einhver aukaorka í gangi hjá mönnum þegar komið er í úrslitakeppni og þúsund manns í húsinu. Afturelding spilaði vel í seinni hálfleik og við vorum jafnframt klaufar. Í fyrri hálfleik var vörnin hjá okkur hins vegar frábær og Svavar einnig í markinu. Auk þess skoruðum við 15 mörk í fyrri sem er mjög gott. Við getum tekið fyrstu 45 mínúturnar með okkur úr þessum leik,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson í samtali við mbl.is að leiknum loknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert