Hvað gera Íslendingaliðin?

Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann eftir leik
Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann eftir leik mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það ræðst um helgina hversu mörg Íslendingalið komast á „Final Four“ í Köln í lok næsta mánaðar en þar verða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handknattleik spiluð.

Barcelona, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, tekur á móti HC Prvo frá Serbíu í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitunum í dag en Börsungar unnu fyrri leikinn, 25:23. Á morgun verða Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson í eldlínunni með Kiel sem fær ungverska liðið Pick Szeged í heimsókn en Ungverjarnir unnu fyrri leikinn, 31:29. Róbert Gunnarsson og samherjar hans í Paris SG sækja svo Veszprém heim til Ungverjalands. Liðin skildu jöfn í París, 24:24.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert