Fjölnir vann í Víkinni

Fjölnismenn fagna í Víkinni í dag.
Fjölnismenn fagna í Víkinni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjölnir vann Víking, 21:19, í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild karla í handknattleik í Víkinni í dag. Fjölnir hefur þar með einn vinning gegn tveimur Víkinga. Liðin mætast á nýjan leik í Dalhúsum á þriðjudagskvöldið. Vinna þarf þrjá leikin til þess að vinna sér sæti í úrvalsdeild karla, Olís-deildinni, á næstu leiktíð.

Fylgst var með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

Mörk Víkings: Einar Gauti Ólafsson 4, Sigurður Eggertsson 4, Hlynur Óttarsson 3, Jón Hjálmarsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Arnar Freyr Theodórsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1.

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 6, Bjarki Lárusson 4, Arnar Ingi Guðmundson 3, Sveinn Þorgeirsson 3, Breki Dagsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Sigurður Guðjónsson 1.

60. Leikslok. Fjölnir vinnur sætan sigur og verðskuldaðann, 21:19. Næsti leikur verður í Dalhúsum á þriðjudagskvöld.

60. 17 sekúndum fyrir leikslok fær Kristján Örn vítakast eftir að brotist í gegn og skorað. Sigurður Guðjónsson tók vítakastið fyrir Fjölni en Magnús Erlendsson varði. Sigurður náði frákastinu og skoraði 21. mark Fjölnis. Sigurinn er í höfn. Fögnuður Fjölnismanna er mikill og skiljanlegur þegar flautað er til leiksloka eftir árangurslausa sókn Víkings á síðustu sekúndum.

60. 28 sekúndur eftir. FJölnir í sókn og tekur leikhlé. Ingvar markvörður Fjölnis varði frá Arnari úr opnu færi þegar 40 sekúndur voru til leiksloka.  Gríðarlega stemning og spenna.

60. Ein mínúta eftir. Víkingur í sókn. Staðan er 20:19, fyrir Fjölni.

59. Hvort lið hefur klúðrað einni sókn. Fjölnir sækir nú, staðan er enn, 20:19, fyrir þá.

58. Þrjár mínúturur eftir og Ægir Hrafn minnkar muninn fyrir Víking í eitt mark, 20:19.

55. Spennan í hámfarki. Víkingar minnkuðu muninn í eitt marka, 19:18, ef Bjarki kom Fjölni yfir af harðfylgi, 20:18. Síðan hafa liðið tvær sóknir hjá báðum liðum án marks.

53. Sveinn skorar fyrsta mark Fjölnis í rúmar 10 mínútur, staðan er 19:16, fyrir Fjölni.

50. Rétt rúmar 10 mínútur til leiksloka og Fjölnir tekur leikhlé eftir að Víkingar hafa skorað tvö mörk í röð. Staðan er 18:15, fyrir Fjölni. Sóknarleikur liðsins hefur verið erfiður síðustu mínútur og sjö mínútur liðnar frá síðasta marki Fjölnismanna. Þeim til lukku þá hefur sóknarleikur Víkings heldur ekki borið ríkan ávöxt heldur.

42. Aftur tekur Ágúst Þór leikhlé, það síðasta sem hann getur tekið í leiknum. Ekki stendur steinn yfir steini hjá liðsmönnum hans gegn baráttuglöðum leikmönnum Fjölnis sem ætla ekki að gefa sinn hlut átakalaust eftir. Staðan er 17:13, Fjölni í vil.

41. Gríðarlegur kraftur og stemning í Fjölnisliðinu sem hefur slegið Víkinga alveg út af laginu. Kristján Örn var að skora 16. mark Fjölnis.

39.  Fjölnisliðið er  á siglingu hefur náð fjögurra marka forskoti, 15:11. Ágúst Þór þjálfari Víkings tekur leikhlé og messar yfir sínum mönnum sem hafa verið ráðþrota í sókninni síðustu mínútu. Vissulega voru þeir manni færri um skeið en samt...

38. Fjölnismenn hafa nýtt vel að vera manni fleiri. Þeir hafa nú þriggja marka forskot, 14:11.

35. Leikmenn Víkings hafa skorað tvö mörk í röð og jafnað metin, 11:11.

31. Einar Gauti minnkar muninn í eitt mark, 10:9. Bjarki skorar í kjölfarið 11. mark Fjölnis.

30. Fjölnir hefur tveggja marka forskot í hálfleik, 10:8. Arnar Ingi skoraði tíunda markið á síðustu sekúndu hálfleiksins. Í stöðunni fékk Fjölnisliðið þrjár sóknir til þess að komast þremur mörkum yfir, 10:7. Það lánaðist ekki. Sigurður Eggertsson skoraði áttunda mark Víking rétt um mínútu fyrir hálfleik.
Mörk Víkings: Hlynur Óttarsson, Einar Gauti Ólafsson, Sigurður Eggertsson 2 mörk hver, Arnar Freyr Theodórsson og Jóhann Reynir Gunnlaugsson hafa skorað eitt mark hvor.
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 3, Arnar Ingi Guðmundsson og Sveinn Þorgeirsson 2 hvor, Breki Dagsson, Björgvin Páll Rúnarsson og Bjarki Lárusson 1 hver.

27. Björgvin Páll kemur Fjölni tveimur mörkum yfir, 9:7. Víkingar eru nú manni færri.

26. Sveinn Þorgeirsson kemur Fjölni yfir í fyrsta sinn í leiknum, 8:7. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, sér sitt óvænna og kallar til leikhlés.

25. Adam var ekki lengi í Paradís hjá Víkingi. Kristján Örn og Bjarki jafna metin fyrir Fjölni með sitt hvoru markinu, staðan jöfn, 7:7.

23. Í fyrsta sinn tveggja marka munur á liðunum, 7:5, fyrir Víking.

19. Eftir langa mæðu er loksins skorað mark. Einar Gauti kemur Víkingi yfir, 5:4. 

16. Eftir leikhléið jafnar hinn efnilegi Kristján Örn Kristjánsson metin fyrir Fjölni, 4:4. Víkingar eru manni færri. Ekki þói lengi þar sem Bergur Snorrason, Fjölnismaður er rekinn út af. Þriðji leikmaður Fjölnis sem vísað er út af. 

15. Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, tekur leikhlé. Sóknarleikur liðsins er slakur og óttalegt hnoð. Fjölnismenn geta talist lánsamir að vera ekki þremur til fjórum mörkum undir. Víkingar hafa verið óskaplegir klaufar í sóknum sínum, m.a. hafa tvö hraðaupphlaup farið í vaskinn.

13. Staðan er 4:3, eftir að Sigurður Eggertsson  kom Víkingi yfir með glæislegum skoti. Fjölnir missti í kjölfarið leikmann af leikvelli í annað sinn til þessa í leiknum. Víkingar hafa fengið tvö tækifæri til að bæta við forskot sitt en  ekki nýtt þau.

8. Sveinn, nýkominn inn á eftir að hafa fengið tveggja mínútna kærlinu, jafnar metin fyrir Fjölni, 2:2.

6. Hlynur Óttarsson kemur Víkingi yfir á ný, 2:1.

5. Breki Dagsson jafnar metin fyrir Fjölni. Sveinn Þorgeirsson er rekinn af leikvelli. Víkingar missa boltann í framhaldinu, eru þó manni fleiri.

3. Jóhann Reynir skorar fyrsta mark leiksins, 1:0, fyrir Víking, sláin inn.

2.  Þrjár tvær sóknir liðanna renna út í sandinn, tvær hjá Fjölni og ein hjá Víkingum..

1. Leikurinn er hafinn. Fjölnir byrjar með sókn en Víkingar eru í vörn, þar af leiðandi.

0. Fimm mínútur er þangað til flautað verður til leiks. Enn er pláss fyrir fleiri áhorfendur.

0. Leikmenn liðanna ganga í salinn og eru kynntir til sögunnar af skýrmæltum vallarþuli.

0. Mörg þekktir fyrrverandi handknattleikkappar Víkings eru mættir á áhorfendapallana. Má þar nefna Agnesi Bragadóttur, Árna Friðleifsson og Karl Þráinsson og Ólaf Jónsson. Einnig er Eysteinn Helgason, fyrrverandi formaður, mættur.

0. Anton Gylfi Pálsson og Þorleifur Árni Björnsson dæma leikinn í dag. Jónas Elíasson, sem alla jafna dæmir með Antoni, er í golfferð utan landssteinanna um þessar mundir. Eftirlitsmaður verður Ólafur Haraldsson, sá þrautreyndi milliríkjadómari á árum áður.

0. Allmargir áhorfendur er mættir þótt enn séu 20 mínútur þangað til flautað verður til leiks. Hér verður væntanlega rífandi góð stemning.

0. Fyrir leikinn verður þeim Sveini Þorgeirssyni og Brynjari Loftssyni leikmönnum Fjölnis afhent blóm frá Víkingi en þeir léku árum saman með liðinu. Einnig fær Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari Víkings, blómvönd frá félaginu en kvennalið Fram, sem hann þjálfaði 1985, var á dögunum valið besta handboltalið í kvennaflokki í Íslandssögunni.

0. Tónlistin er farin að hljóma í Víkinni og leikmenn byrjaði að hita upp fyrir leik dagsins 50 mínútum áður en flautað verður til leiks. Áhorfendur er einnig farnir að reka inn nefið.

0. Víkingur er 2:0 yfir í einvíginu og með sigri í dag tryggir liðið sér sæti í deild þeirra bestu. Víkingur vann fyrsta leikinn í Víkinni, 27:21, og annan leikinn í Dalhúsum í  Grafarvogi á fimmtudagskvöldið, 27:26, eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins.

Lið Víkings: Magnús Gunnar Erlendsson (m), Einar Baldvin Baldvinsson (m), Björn Guðmundsson, Hlynur Óttarsson, Einar Gauti Ólafsson, Sigurður Eggertsson, Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Ægir Hrafn Jónsson, Hjálmar Þór Arnarsson, Jón Hjálmarsson, Egill Björgvinsson, Arnar Freyr Theodórsson, Jónas Bragi Hafsteinsson, Guðjón Ingi Sigurðsson.

Lið Fjölnis: Ingvar Kristinn Guðmundsson (m), Bjarki Snær Jónsson (m), Kristján Örn Kristjánsson,  Bergur Snorrason, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, Arnar Ingi Guðmundsson, Breki Dagsson, Sveinn Þorgeirsson, Brynjar Loftsson, Bjarni Ólafsson, Sigurður Guðjónsson, Björgvin Páll Rúnarsson, Unnar Arnarsson, Bjarki Lárusson.

Frá leik Víkings og Fjölnis í Víkinni í dag.
Frá leik Víkings og Fjölnis í Víkinni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Fjölnismenn að skora í Víkinni í dag.
Fjölnismenn að skora í Víkinni í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert