Stórt tap í fyrsta leik Guif

Atli Ævar Ingólfsson með treyju Guif
Atli Ævar Ingólfsson með treyju Guif Andri Yrkill Valsson

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur mörk fyrir Guif Eskilstuna í stóru tapi liðsins gegn Alingsås í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn en lokatölur urðu 30:21.

Leikurinn er sá fyrsti í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leik til þess að komast í úrslitaleikinn.

Aron Rafn Eðvarsson landsliðsmarkvörður lék með Guif í dag en Kristján Andrésson þjálfar liðið.

Alingsås var sex mörkum yfir í hálfleik 17:11 og komst meðal annars í 6:0.  Guif náði að minnka muninn í 12:9 en ekki lengra.

Staðan er því 1:0 í einvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert