Stórmeistarajafntefli í Serbíu

Róbert Gunnarsson í færi gegn Serbum.
Róbert Gunnarsson í færi gegn Serbum. mbl.is/Árni Sæberg

Serbía og Ísland gerðu 25:25 jafntefli í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Serbíu í dag en þetta var fjórði leikur íslenska liðsins af sex í riðlakeppninni.

Íslend var yfir lengst af í fyrri hálfleik en Serbar náðu síðan undirtökunum og voru yfir í hálfleik, 13:11. Staðan var 25:22 fyrir Serba þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, en íslenska liðinu tókst á ótrúlegan hátt að jafna með þremur mörkum, og hafði síðan 9 sekúndur til að gera sigurmarkið en það tókst ekki.

Vignir Svavarsson var markahæstur hjá íslenska liðinu með 5 mörk þrátt fyrir að taka ekki þátt í sókninni. Ekki á hverjum degi sem varnarjaxlinn er markahæstur. Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson gerðu 4 mörk hvor en hjá Serbum var Momir Ilic markahæstur með 7 mörk.

Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot í marki Íslands og serbnesku markverðinir voru með 15 varin.

Ísland og Serbía eru því með 5 stig og Svartfjallaland er með 4 stig en er yfir gegn Ísrael sem er ekki með neitt stig. 

Ísland vann stórsigur á Serbum, 38:22, í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og fékk því þrjú stig gegn einu stigi Serba í leikjunum tveimur. Það þýðir að ef liðin verða jöfn að riðlakeppninni lokinni verður Ísland fyrir ofan vegna innbyrðis úrslita þjóðanna.

Varamannabekkur íslenska liðsins í Nís.
Varamannabekkur íslenska liðsins í Nís. mbl.is/Kris
Serbía 25:25 Ísland opna loka
60. mín. Síðasta mínútan verður spennandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert