Meiri reynsla og gæði

Haukar fagna - Íslandsmeistarar 2015.
Haukar fagna - Íslandsmeistarar 2015. mbl.is/Eggert

Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, tók við Íslandsbikarnum á Varmá í gærkvöldi eftir að Haukar unnu Aftureldingu í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, 27:24, en Afturelding hafði verið marki yfir í hálfleik, 11:10.

Það fór vel á því að þessi rótgróni Hafnfirðingur, sem í rennur blóð bæði frá Haukum og FH, tæki við bikarnum, þeim fyrsta sem Haukar vinna í fimm ár og þeim tíunda í sögu karlaliðs félagsins.

Íslandsmeistararnir voru sterkari þegar á leið leikinn í gær. Þeir gerðu færri mistök en Mosfellingar, þeir voru með sjálfstraustið og sigurviljann þegar mest á reyndi.

Reynslunni ríkari eru Haukar verðskuldaðir Íslandsmeistarar í handknattleik karla þetta árið. Já, reynslunni ríkari. Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans máttu bíta í það súra epli að sjá Eyjamenn lyfta Íslandsbikarnum á heimavelli Hauka fyrir ári eftir eftirminnilega fimm leikja rimmu. 

Sjá ítarlega umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert