Handboltapar á leiðinni til Þýskalands

Unnur Ómarsdóttir í dauðafæri.
Unnur Ómarsdóttir í dauðafæri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Handboltaparið Einar Rafn Eiðsson og Unnur Ómarsdóttir mun ekki leika áfram í efstu deildum Noregs á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Einar Rafn við Morgunblaðið í gær.

Þeim hefur hins vegar verið boðið til reynslu hjá félögum í Þýskalandi og dvelja þar í næstu viku.

Unnur mun skoða aðstæður hjá Koblenz/Weibern, sem féll í vikunni úr efstu deild. Önnur landsliðskona, Birna Berg Haraldsdóttir, samdi við félagið á dögunum en Hildur Þorgeirsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa félagið eftir tímabilið sem nú er að ljúka.

Unnur lék með Skrim í vetur eftir að hafa verið markahæsti leikmaður Gróttu tímabilið þar á undan. Skrim hafnaði í 7. sæti af 12 liðum norsku úrvalsdeildarinnar.

Einar Rafn fer til reynslu hjá Ferndorf sem vann sér sæti í 2. deild með því að vinna vesturhluta 3. deildar með yfirburðum, en liðið vann þar 28 leiki í röð. Einar Rafn lék með Haukum, Fram og FH hér á landi áður en hann fór til Nötteröy í Noregi í fyrra. Liðið féll úr úrvalsdeildinni en Einar átti gott tímabil og skoraði 97 mörk í 22 leikjum, og varð í 16. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Einar segir að verði ekkert úr því að þau Unnur flytjist til Þýskalands komi þau að öllum líkindum heim. Þau hafi bæði fengið boð frá félögum hér á landi. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert