Sterkara en nokkru sinni

Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann Barcelona eftir leik.
Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann Barcelona eftir leik. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikið stendur nú til hjá landsliðsfyrirliðanum í handbolta, Guðjóni Val Sigurðssyni, á lokaspretti keppnistímabilsins. Um næstu helgi fer hann með Barcelona til Kölnar til að taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Viku síðar fer fram úrslitahelgi í spænska Konungsbikarnum og í framhaldinu lýkur keppnistímabilinu á landsleikjum gegn Ísrael ytra og Svartfjallalandi heima í undankeppni EM. „Maður tekur þessu bara eins og það kemur,“ sagði Guðjón þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær og virtist vera hinn rólegasti enda orðinn sjóaður í boltanum.

Svo sjóaður raunar að hann er á leiðinni í undanúrslit Meistaradeildarinnar með fjórða félaginu. Áður með Rhein-Neckar Löven, AG Kaupmannahöfn og síðast Kiel í fyrra. „Ef fólk hefur áhuga á handbolta þá er þessi helgi nokkuð sem fólk verður að fylgjast með. Úrslitahelgin í þýsku bikarkeppninni í Hamborg er skemmtileg en þetta er hæð ofar. Ég er búinn að vera í þessari stöðu nokkrum sinnum og þykist því hafa smávit á þessu. Að mínu mati hafa undanúrslitin aldrei verið jafnsterk og nú. Öll liðin sem unnu riðlana komust áfram og maður horfir til þess hvernig þau unnu riðlana. Ég held að þetta séu örugglega fjögur bestu liðin í heiminum í dag og eru öll gríðarlega sterk. Ef maður horfir á liðin þá er þar engan veikan hlekk að finna.“

Ítarlegt viðtal við Guðjón Val má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert