Barcelona sterkast

Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann Barcelona eftir leik.
Guðjón Valur Sigurðsson áritar treyju fyrir stuðningsmann Barcelona eftir leik. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Kielce er frábært lið um þessar mundir. Það kemur jafnt fram í árangri þess í Meistaradeildinni og í pólsku deildinni að það er mjög gott. Við vitum að verkefnið er erfitt hjá okkur en á móti kemur að við höfum haft góðan tíma til undirbúnings. Síðustu þrjár vikur hafa meira og minna farið í undirbúning fyrir þennan leik.“

Þetta sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Barcelona, við Morgunblaðið í Köln í gær, um viðureignina við pólska meistaraliðið Vive Kielce sem Barcelona mætir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í dag.

„Við viljum vinna titilinn eins og leikmenn hinna liðanna þriggja sem hér eru,“ sagði Guðjón Valur.

Sjá viðtal  við Guðjón Val og Alfreð Gíslason um úrslitakeppnina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert