Fyrsti bikarinn í hús hjá Aroni

Aron Pálmarsson í leik með Veszprém.
Aron Pálmarsson í leik með Veszprém. Ljósmynd/mkb-mvmveszprem.hu

Aron Pálmarsson vann í gær sinn fyrsta titil með ungverska liðinu Veszprém þegar það hrósaði sigri á EuroTournoi-mótinu sem fram fór í Strassborg í Frakklandi.

Veszprém mætti franska meistaraliðinu Paris SG í úrslitaleiknum og eftir æsispennandi leik höfðu Aron og félagar betur, 32:31. Aron skoraði tvö mörk í leiknum en Gapsper Marguc var markahæstur í ungverska liðinu með 7 mörk og Momir Ilic kom næstur með 6. Ilic var svo í mótslok valinn besti leikmaður liðsins, en hann og Aron léku saman með Kiel.

Hjá Parísarliðinu voru Daninn Mikkel Hansen og Frakkinn Nikola Karabatic atkvæðamestir með 7 mörk hvor og Daniel Narcisse kom næstur með 6 mörk. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað í úrslitaleiknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert