Guðjón Valur jafnaði spænskt met

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona. AFP

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson mun væntanlega taka þátt í stóru afreki hjá Katalóníustórveldinu FC Barcleona á næstunni. Í kvöld jafnaði Barcelona met sem Ciudad Real átti þegar liðið vann sinn 67. leik í röð í spænsku deildakeppninni.

Barcelona heimsótti þá GO Fit Sinfin til Santander og sigraði 37:28 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Börsungar voru yfir 19:15 en þá hafði íslenski hornamaðurinn verið hvíldur sem og stórskyttan Kiril Lazarov. Þeir byrjuðu báðir inn á í síðari hálfleik og skoraði Guðjón þrjú mörk þegar uppi var staðið.

Barcelona vann alla deildarleiki sína á síðasta keppnistímabili eins og þessi magnaða tölfræði ber
með sér. Barcelona þarf því að vinna sinn næsta leik í spænsku deildinni til þess að slá metið og í ljósi ótrúlegrar sigurgöngu liðsins þá kæmi verulega á óvart ef það myndi ekki ganga eftir. kris@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert