Tveir reknir í bað á Hlíðarenda

Guðmundur Hólmar Helgason undirbýr skot gegn Aftureldingu í kvöld.
Guðmundur Hólmar Helgason undirbýr skot gegn Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Golli

Valur og Afturelding mættust í baráttuleik í 7. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olís-deildinni, í Vodafonehöllinni kl. 19.30. Valur hafði betur 25:22 en Afturelding var yfir að loknum fyrri hálfleik 12:11. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ágætir dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, þurftu tvívegis að taka rauða spjaldið upp úr vasanum. Í fyrra skiptið eftir aðeins 7. mínútna leik þegar Birkir Benediktsson hjá Aftureldingu fékk brottvísun fyrir að ýta við Guðmundi Hólmari Helgasyni sem var að lyfta sér upp í skot. Síðara tilfellið var á 37. mínútu þegar Orri Freyr Gíslason var rekinn í bað fyrir að beita fyrir sig olnboganum í vörninni. 

Varnarleikur Aftureldingar var mjög góður í fyrri hálfleik og þá lentu Valsmenn í vandræðum í sókninni. Valsmenn spiluðu þó einnig öflugan varnarleik og því var ekki mjög mikið skorað í fyrri hálfleik.

Val get betur að skora í síðari hálfleik auk þess sem markvarslan var betri hjá Hlyni Morthens heldur en þeim Davíð Svanssyni og Pálmari Péturssyni.  

Gott gengi Vals heldur því áfram en liðið hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Afturelding hefur hins vegar unnið fjóra af sjö. 

Anton rekur Orra af velli í kvöld.
Anton rekur Orra af velli í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Valur 25:22 Afturelding opna loka
60. mín. Böðvar Páll Ásgeirsson (Afturelding) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert