„Allt of mörg tæknimistök“

Arnór Freyr í leiknum í kvöld.
Arnór Freyr í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Freyr Stefánsson, varði vel í marki ÍR, gegn Fram í kvöld en það dugði ekki til því Breiðhyltingar töpuðu 27:28 í Olís-deildinni. 

„Við gerðum allt of mörg tæknimistök. Þrátt fyrir það fengum við ekki á okkur mjög mörg hraðaupphlaupsmörk. En mistökin voru of mörg til þess að við næðum að vinna. Í vörninni fannst mér þeir ná að komast allt of oft á bak við okkur vegna þess að við vorum of ágengir í því að fara fram á völlinn á móti þeim. Persónulega hefði ég frekar viljað fá á mig skotin fyrir utan punktalínuna en þeir fengu of oft skot af stuttu færi fannst mér,“ sagði Arnór þegar mbl.is ræddi við hann í Austurberginu í kvöld. 

ÍR-ingar eru með 50% árangu til þessa í deildinni, hafa unnið fjóra leiki og tapað fjórum. „Ég er ekki beinlínis sáttur því maður vill auðvitað vinna fleiri leiki. Aðalmálið er samt að allir leikirnir hafa verið jafnir leikir, fyrir utan eina katastrófu á Ásvöllum. Aðrir tapleikir hafa verið 50/50 enda erum við ekki lið sem gefst upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert