Benfica - ÍBV, staðan er 34:26

Eyjamenn í höllinni í Lissabon.
Eyjamenn í höllinni í Lissabon.

Ben­fica og ÍBV mættust í  seinni leiknum í 3. um­ferð Áskor­enda­bik­ars Evr­ópu í hand­knatt­leik karla í Lissa­bon í kvöld. Leiknum lauk með 8 marka sigri Benfica 34:26 og fara þeir áfram í 4. umferð keppninnar.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn og mikill hraði í leiknum. ÍBV var skrefinu á undan lengst af en Benfica náðu forystunni þegar að skammt var eftir af fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í hálfleik 17:16.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og gerðu fjögur mörk í röð. Þá tóku Eyjamenn við sér og svöruðu með fjórum mörkum í röð. Hægt og rólega bættist við forskot Benfica sem kláruðu svo leikinn auðveldlega síðustu 10 mínúturnar og unnu 8 marka sigur á ÍBV 34:26.

Hjá ÍBV voru Einar Sverrisson og Andri Heimir Friðriksson með 6 mörk hvor. En hjá Benfica var Elledy Semedo markahæstur með fjögur mörk en markaskorun liðsins dreifðist vel og þrír leikmenn með fjögur mörk og þrír leikmenn þrjú mörk.

Benfica 34:26 ÍBV opna loka
60. mín. Hugo Costa Figueira (Benfica) varði skot Ver frá Nökkva. Hefur verið góður í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert