Steinlágu fyrir B-liði Noregs

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 4 mörk.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 4 mörk. mbl.is/Eggert

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætti B liði Noregs í vináttulandsleik í Gjövik í dag. Norska liðið vann stórsigur, 31:21, en Axel Stefánsson er þjálfari liðsins.

Ísland byrjaði vel og komst í 4:1 en norska liðið svaraði því með átta mörkum í röð og var með yfirburðaforystu í hálfleik, 15:6.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu mest fyrir íslenska liðið, 4 mörk hvor, en Maja Jakobsen skoraði 7 mörk fyrir Noreg og Ida Alstad 5.

Liðin mætast á nýjan leik í í Håkons Hall í Lillehammer á sama tíma á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert