Theódór valinn bestur í Eyjum

Theódór Sigurbjörnsson með verðlaunin.
Theódór Sigurbjörnsson með verðlaunin. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmaðurinn Theódór Sigurbjörnsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum.  Frá þessu var greint á uppskeruhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í gærkvöldi. 

Theodór átti sæti í liði ÍBV sem varð bikarmeistari á síðasta ári. Hann var markahæsti leikmaður handknattleiksliðs ÍBV í fyrra og var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn í lok október og tók m.a. þátt í alþjóðlegu móti í Noregi í byrjun nóvember. 

Hákon Daði Styrmisson, unglingalandsliðsmaður í handknattleik, var valinn íþróttamaður æskunnar í Vestmannaeyjum. 

Á uppskeruhátíðinni hlaut Unnur Sigmarsdóttir, handboltaþjálfari, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu félagsins. 

Hákon Daði Styrmisson með verðlaun sín.
Hákon Daði Styrmisson með verðlaun sín. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert