Sigurbergur og Egill fögnuðu í uppgjöri

Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Team Tvis Holstebro í …
Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Team Tvis Holstebro í dag. Ljósmynd/heimasíða TTH

Sigurganga Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla heldur áfram. Liðið vann Skjern, 26:25, á heimavelli í dag í uppgjöri efstu liðanna og trónir þar með áfram á toppi deildarinnar. 

Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt af mörk TTH en Egill Magnússon komst ekki á blað að þessu sinni.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fimm mörk og var markahæstur hjá Århus Håndbold þegar liðið tapaði naumlega á heimavelli fyrir SönderjyskE, 27:26. Árni Steinn Steinþórsson náði ekki að skora fyrir SönderjyskE. Daníel Freyr Andrésson markvörður lék með liðinu í dag. 

Árósarliðið er í sjötta sæti en SönderjyskE er í áttunda sæti af 14 liðum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert