Sólveig Lára skoraði 13 mörk

Tíu mörk Díönu Kristínar Sigmarsdóttur dugðu Fjölni ekki til sigurs …
Tíu mörk Díönu Kristínar Sigmarsdóttur dugðu Fjölni ekki til sigurs á ÍR í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sólveig Lára Kristjánsdóttir átti stórleik og skoraði 13 mörk þegar ÍR vann þriðja leik sinn í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. ÍR vann Fjölni, 36:29, í íþróttahúsinu í Austurbergi og komst með sigrinum upp í 12. sæti deildarinnar með með átta stig og er stigi á undan FH sem situr í 13. sæti. 

Fjölnir er í 10. sæti með 10 stig að loknum 19 leikjum. 

ÍR-liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 17:13, og hafði yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. 

Mörk ÍR: Sólveig Lára Kristjánsdóttir 13, Silja Ísberg 9, Hildur María Leifsdóttir 7, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Þorbjörg Anna  Steinarsdóttir 2, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1, Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir 1. 

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 10, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 7, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert