Leikurinn var kaflaskiptur

„Við tökum stig og erum sáttir,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu við mbl.is eftir jafntefli við ÍBV, 24:24 í Eyjum í kvöld. Eftir leikinn er Grótta áfram í 6. sæti Olís-deildarinnar, nú með 22 stig.

„Leikurinn var svolítið kaflaskiptur. Mér fannst við byrja leikinn alveg frábærlega en svo komust þeir inn í leikinn og þetta var hörkuleikur. Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ bætti Gunnar við.

„Við nýttum yfirtöluna alveg skelfilega illa í dag og ég held að við höfum bara ekki skorað eitt einasta mark í yfirtölu og það er áhyggjuefni. Við höfum lent í þessu einu sinni áður í vetur þannig þetta er ekki að virka vel og þetta þarf að laga.“

Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert