„Kannski orðnir hrokafullir“

Einar Rafn Eiðsson.
Einar Rafn Eiðsson. mbl.is/Golli

„Þetta var bara virkilega dapurt af okkar hálfu,“ sagði Einar Rafn Eiðsson leikmaður FH við mbl.is eftir sex marka tap á heimavelli fyrir Gróttu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

„Þetta tap er okkur algjörlega að kenna og engum öðrum. Til að byrja með mættum við ekki til leiks og ég veit ekki hvort menn séu orðnir eitthvað hrokafullirr eða hvað. Við erum með þannig lið að ef við erum ekki 110% á fullu þá verður þetta erfitt fyrir okkur. Þetta var bara skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Einar Rafn sem var markahæstur í FH-liðinu með 9 mörk.

„Við töpuðum boltanum endalaust í fyrri hálfleik og varnarleikurinn hjá okkar var mjög dapur allan tímann og við héldum engu skipulagi. Þessi frammistaða er spark í rassinn og kannski er það bara ágætt ef við erum orðnir eitthvað hrokafullir,“ sagði Einar Rafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert