Öruggt hjá ríkjandi meisturum í fyrsta leik

Anna Katrín Stefánsdóttir og samherjar í Gróttu urðu í 2. …
Anna Katrín Stefánsdóttir og samherjar í Gróttu urðu í 2. sæti deildarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Ríkjandi meistarar Gróttu unnu afar sannfærandi tíu marka sigur á Selfossi í Hertz-hölinni í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna í einvígi í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik. Lokatölur voru 27:17 en staðan í hálfleik var 12:9 fyrir Gróttu.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Grótta ávallt skrefinu á undan þó svo að Selfoss hafi náð að jafna leikinn í 9:9 eftir tæplega 25 mínútna leik. Það voru Gróttu stúlkur sem skoruðu þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum og fóru eins og fyrr segir með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn 12:9. 

Seinni hálfleikurinn var eign Gróttu, bókstaflega. Þær komust snemma í seinni hálfleik í sjö marka forskot og þá var þetta aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda en lokatölur 27:17.

 Markahæst í liði Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með 6 mörk. Hjá Selfoss var það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem var atkvæðamest en hún skoraði 5 mörk.

Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu og varði 18 bolta.

 Með sigri á laugardaginn getur Grótta tryggt sér inn í undanúrslitin en það eru afar miklar líkur á að það gerist nema Sebastian Alexanderson, þjálfari Selfoss, finnur upp á einhverjum töfrabrögðum. Munur liðana í dag var það mikill að ég sé ekki að Selfoss vinni þann leik, en það er komið að þeim að afsanna mín orð.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Grótta 27:17 Selfoss opna loka
60. mín. Leik lokið 10 marka sigur staðreynd!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert