Selfoss rétti sinn hlut

Það var hart barist í Dalhúsum í kvöld þar sem …
Það var hart barist í Dalhúsum í kvöld þar sem Selfyssingar unnu Fjölni eftir tvíframlengdan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss vann Fjölni 33:34 í háspennuleik sem framlengja varð í tvígang til að knýja fram úrslit. Liðin mætast því fjórða sinni á sunnudaginn en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild karla í handknattleik næsta vetur. 

Fyrri hálfleikur var hnífjafn og skiptust liðin á um að vera fyrri til að skora. Selfoss náði tvívegis tveggja marka forystu, sem var mesti munur á liðunum. Ingvar Kristinn markvörður Fjölnis hélt sínum mönnum við efnið með flottum leik framan af hálfleiknum. Árni Guðmundsson leikmaður Selfoss fékk beint rautt spjald skömmu fyrir leikhlé sem virtist héðan séð alrangt. Staðan í hálfleik var 13:14.

Seinni hálfleikurinn var líka jafn. Selfoss náði þriggja marka forystu, 14:17 og hefði sá munur getað verið meiri ef Ingvar Kristinn hefði ekki varið eins og berserkur í marki Fjölnis. Selfyssingar fengu síðan annað rautt spjald þegar Sverrir var réttilega rekinn af velli fyrir að fara í háls mótherja, óvart að vísu, en réttur dómur.

Selfyssingar gerðu tvö fyrstu mörkin í framlengingu en Fjölnir svaraði með þremur fyrir hlé, 28:27 og 29:29 eftir fyrri framlengingu þannig að aftur varð að framlengja. Þar höfðu Selfyssingar betur í síðari hálfleik þeirrar framlengingar.

Dómarar leiksins voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu því leikurinn var harður, en þeim fórst þetta vel úr hendi. Vissulega fannst manni þeir gera mistök, en þeir voru samkvæmir sjálfum sér og það er alltaf gott í fari dómara.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Markahæstur hjá Fjölni var Sveinn Jóhannsson með 7 mörk, þeir Kristján Þór Karlsson og Björgvin Páll Rúnarsson gerðu 6 mörk hvor go Kristján Örn Kristjánsson 5. 

Hjá Selfossi var Teitur Örn Einarsson með 9 mörk og Elvar Örn Pálsson 5.

Ingvar Krsitinn varði 28 skot í marki Fjölnis og kollegi hans hinum megin, Birkir Fannar, átti einnig flottan leik með 25 skot varin.

80 mín 33:34 Búið og liðin mætast á mánudaginn í fjórða leik.

80. mín 32:34 Virðist komið hjá gestunum - eða hvað?

78. mín 31:33 Helgi kom í mark Selfoss í vítakasti og varði það. Virðist stefna í fjórða leik á Selfossi á sunnudaginn.

75 mín 31:32 Selfoss með marks forystu í hálfleik annarrar framlengingar og byrjar með boltann. Þetta gerist ekki meira spennandi.

74 mín 30:30 Allt í járnum hér 

71. mín 29:29 Spennutryllirinn hafinn á ný

70. mín 29:29 FRAMLENGT AFTUR!! Fjölnir fékk boltann þegar 45 sekúndur voru eftir en náðu ekki að nýta það. 

65. mín 28:27 Hálfleikur. Þrjú í röð hjá Fjölni. Allir áhorfendur standa og geta alls ekki setið. Flott stemning.

63. mín 25:27 Tvö í röð frá Selfyssingum

60 mín 25:25 FRAMLENGT Teitur Örn skoraði á síðustu sekúndubrotinu. Frábær skemmtun þessi leikur og gaman að fá framlengingu.

60. mín 25:24 Negla frá Kristjáni Erni í slána en Sveinn náði frákastinu og skoraði 10 sekúndur eftir og Selfoss tekur leikhlé.

60 mín 24:24 Leikhlé og Fjölnir í sókn, rúmar 35 sekúndur eftir.

58. mín 23:23 Svona á þetta að vera alveg hnífjafnt. Ein varsla hjá Selfossi og tvö mörk með stuttu millibili

56. mín 23:21 Eru heimamenn að tryggja sér sæti í efstu deild? Það virðist allt virðist allt benda til þess. Flottur kafli hjá þeim núna, en maður hefur svo sem séð meiri sveiflu en þetta í handbolta.

50. mín 20:20 RAUTT Sverrir að fá beint rautt hja´Selfyssingum, fór í háls mótherja sína, alveg óvart en réttur dómur.

45. mín 19:18 Fjölnir heldur áfram flottum leik og liðið er komið yfir og Selfyssingar taka leikhlé. Ingvar Kristinn í miklum ham í marki Fjölnis, kominn með 19 skot , þaraf eitt vítakast.

41. mín 17:17 Fjölnir búinn að jafna metin og það þykir áhorfendum ekki slæmt og gleðjast mikið. Flottur kafli hjá heimamönnum.

38. mín 14:17 Gestirnir með heppnina með sér þessa stundina en Atli var að meiðast á hné og verður tæplega meira með í þessum leik, en sjáum þó til.

33. mín 14:15 Enn allt í járnum og dómararnir voru að reka Kristján Örn útaf hjá Fjölni fyrir leikaraskap og töldu hann reyna að fiska varnarmann útaf.

30 min HÁLFLEIKUR 13:14 Búið að vera mjög jafnt og skemmtilegt og vonandi verður það áfram. Sveinn er markahæstu hjá Fjölni með 4 mörk en hjá Selfyssingum er Teitur Örn með 4 mörk. Ingvar Kristinn hefur varið 11 skot og Birkir Fannar 11 hinum megin.

28. mín 11:13 RAUTT Árni Guðmunsson beint rautt. Algjörlega fáránlegur dómur þar sem varnarmaðurin fór aðeins í bringuna á leikmanni Fjölnis. Síðan reka þeir annan mann útaf skömmu síðar samkvæmt pöntun leikmanna Fjölnis. Það var reyndar réttur dómur, en dómararnir virtust ekki ætla að gera neitt í málinu þar til leimenn heimamanna hálfpartin pöntuðu þetta.

22. mín 8:8 Allt í járnum en nokkur hópur stuðningsmanna eru með ömurlega framkomu gagnavart mótherjunum og kalla þá öllum illum nöfnum þannig að vallarþulur bað menn að bera virðingu fyrir leiknum og leikmönnum. Vonandi láta þeir sér segjast en handboltinn hefur verið blessunarlega laus við svona framkomu.

16. mín 5:5 Fjölnir komst yfir 4:3 í fyrsta sinn í leiknum og hafaf verið fyrri til að skora síðan, en gestirnir jafnað. Hiti í mönnum og Björgvin Páll heppinn að fá ekki tvær mínútur fyrir óþarfa stææla, gekk á Selfyssing sem verið var að vísa af velli.

10. mín 3:3 Mikið um mistök beggja liða, einhve spenna í leikmönnum. Ingvar Kristinn í marki Fjölnis sjóðandi heitur og komin með sex skot varin

5. mín 1:3 Tvö mörk í röð frá Selfyssingum sem eru með Elvar Örn Pálsson langt úti á móti skyttum Fjölnis.

Fjölnir leikur 5-1 vörn þar sem Björgvin Páll Rúnarsson er fyrir framan.

3. mín 1:1 Selfoss gerði fyrsta markið en Fjölnir jafnaði úr vítakasti

Áhorfendur eru talsvert margir og það verður greinilega góð stemning hér í kvöld. Selfyssingar eru líka fjölmennir í stúkunni.

Liðin eru kynnt inn með látum, slökkt í salnum og einn og einn leikmaður kallaður inn í einu og kynntur til sögunnar og ljósgeilsi á viðkomandi. Flott hja Fjölnismönnum.

Fjölnir: Ingvar Kristinn Guðmundsson, Bjarki Snær Jónsson; Kristján Örn Kristjánsson, Sveinn Jóhannsson, Bergur Snorrason, Egill Árni Jóhannesson, Breki Dagsson, Brynjar Óli Kristjánsson, Sveinn Þorgeirsson, Brynjar Loftsson, Bjarki Lárusson, Kristján Þór Karlsson, Björgvin Páll Rúnarsson, Matthías Örn Halldórsson.

Selfoss: Helgi Hlynsson, Birkir Fannar Bragason; Guðjón Ágústsson, Hergeir Grímsson, Árni Guðmundsson, Örn Þrastarson, Atli Kristinsson, Elvar Örn Pálsson, Sverrir Pálsson, Teigur Örn Einarsson, Rúnar Hjálmarsson, Andiri Már Sveinsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson, Alexander Már Egan.

Selfyssingar fagna eftir leikinn í kvöld.
Selfyssingar fagna eftir leikinn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert