Grautfúlt

„Auðvitað er grautfúlt að verja svona mikið en tapa samt,“ sagði Ingvar Kristinn Guðmundsson, markvörður Fjölnis eftir tapið fyrir Selfyssingum í kvöld þar sem framlengja varð tvívegis til að knýja fram úrslit.

Ingar Kristinn átti stórleik í marki Fjölnis, varði alls 28 skot og átti ekki hvað sístan þátt í að tvívegis varð að framlengja. „Ég hefði verið til í að skipta öllum þessum skotum út og verja síðasta skotið þarna í venjulegum leiktíma. Við fórum illa að ráði okkar í restina á leiknum og hefðum átt að klára þetta þá þannig að engin framlenging hefði orðið,“ sagði markvörðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert