Verður geðveikt á Selfossi

„Þetta var rosalegt, en það var allt eða ekkert fyrir okkur,„ sagði Andri Már Sveinsson, leikmaður Selfoss eftir 33:34 sigur liðisns á Fjölni í tvíframlengdum leik. Staðan er því 2:1 fyrir Fjölni í einvígi liðanna um laust sæti í Olisdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð.

„Við ræddum nokkra hluti fyrir þennan leik og það gekk eftir sem við ætluðum að gera, en þetta var spennandi og það verður alveg geðveikt á Selfossi á sunnudaginn. Stemningin var flott hér en það verður stappað hús á sunnudaginn hjá okkur og við ætlum okkur að koma hingað í einn leik í viðbót,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert