Fundum eitthvað sem virkaði

„Þegar við vorum komnir með bakið upp að veggnum eftir tvo leiki þá voru við ákveðnir að snúa taflinu við," sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, eftir að lið hans vann oddaleikinn við Fjölni um sæti í Olís-deild karla  í handknattleik á næstu leiktíð í Grafarvogi í kvöld, 28:24. Stefán og lærisveinar leika þar með í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili.

Selfoss vann þrjá síðustu leiki liðanna í umspilinu. Það blés ekki byrlega fram eftir leiknum í kvöld en síðasti stundarfjórðungur leiksins var Selfyssinga sem leik á ný í efstu deild eftir fimm ára fjarveru. 

„Við fundum ótrúlega baráttu í þremur síðustu leikjunum. Það sneri dæminu við," sagði Stefán sem varð eðlilega glaður í bragði.  „Í þessum leik þá fundum við loksins vörnina okkar þegar kom fram í síðari hálfleik. Að baki vörninni var Helgi Hlynsson, markvörður, frábær. Hann lokaði markinu," sagði Stefán.

Stefán sagði að lokaspretti leiksins í kvöld hefði einnig munað miklu um reynslumennina í Selfossliðinu. „Annars áttu bara flestir stórleik þegar á reyndi. Við fundum eitthvað sem eitthvað sem virkaði."

Stefán segir að mikil og markviss vinna eigi sér stað innan handknattleiksdeildar Selfoss um þessar mundir. Það að komast upp í efstu deild styðji við það starf. Selfossliðið er komið þangað þar sem við viljum ver og ætlum að vera, sagði Stefán.

Ýtarlegt viðtal við Stefán Árnason er að finna á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert