Stórsigur Ljónanna og Alfreð sækir á

Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen. AFP

Rhein-Neckar Löwen átti ekki í vandræðum þegar liðið heimsótti Eisenach í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Liðið er með fjögurra stiga forskot á Kiel, sem komst upp í annað sætið.

Alexander Petersson skoraði sex marka Löwen gegn Eisenach, en lokatölur urðu 36:19 en staðan í hálfleik var 17:10 fyrir Löwen. Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki með en Uwe Gensheimer fór á kostum og skoraði tólf marka liðsins, en Ólafur Bjarki Ragnarsson komst ekki á blað fyrir Eisenach.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu svo tveggja marka sigur á Lübecke, 28:26. Löwen hefur 48 stig í efsta sætinu, Kiel hefur nú 44 stig í öðru sætinu og er stigi fyrir ofan Flensburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert