Ætla fyrst að klára eitt tímabil í viðbót með titli

Theodór Sigurbjörnsson í leik gegn Aftureldingu.
Theodór Sigurbjörnsson í leik gegn Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekki inni í myndinni að fara út núna. Ég verð hérna í alla vega eitt tímabil í viðbót,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson, hægri hornamaður ÍBV, sem fór á kostum með Eyjaliðinu í vetur og var einn albesti leikmaður Olísdeildarinnar í handknattleik.

Theodór skrifaði í mars undir nýjan samning við ÍBV en fáum dylst að þessi 23 ára gamli leikmaður hefur hæfileikana til að fara út í atvinnumennsku í sumar. Theodór tekur undir það að tækifæri hafi vissulega gefist til þess:

„Það hafa komið fyrirspurnir og lið hafa verið á eftir mér en ég er staðráðinn í að vera hérna og klára eitt tímabil með titli,“ sagði Theodór, en hann hefur fengið fyrirspurnir bæði frá félögum á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.

Theodór var fjórði markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar í vetur, með 152 mörk í 23 leikjum, eða 6,6 mörk að meðaltali í leik. Aðeins Einar Rafn Eiðsson í FH skoraði fleiri mörk að meðaltali í leik. Þá skoraði Theodór 10,5 mörk að meðaltali í leikjunum fjórum við Hauka í undanúrslitum Íslandsmótsins, en Haukar unnu einvígið, 3:1. 

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert