Varnarleikurinn verður í aðalhlutverki

Grótta hefur Íslandsmeistaratitil að verja.
Grótta hefur Íslandsmeistaratitil að verja. mbl.is/Árni Sæberg

„Gamla klisjan ræður ferðinni eins og stundum áður. Úrslit leikjanna munu ráðast af vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, handknattleikskona og þjálfari spurð um úrslitarimmu Gróttu og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik sem hefst á morgun með leik á heimavelli Gróttu kl. 16.

Sömu lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins í fyrra og þá hafði Grótta betur, vann þrjá leiki af fjórum, og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni. „Gróttuliðið hefur reynsluna frá því í fyrra. Liðið þekkir það að vinna. Á móti kemur að Stjarnan vann Gróttuna í úrslitum bikarkeppninnar í lok febrúar. Stjarnan vann þá viðureign á varnarleik,“ sagði Guðríður sem telur að varnarleikurinn verði aðal þessarar rimmu á kostnað stórbrotins sóknarleiks.

Grótta lauk sínu einvígi við Fram í undanúrslitum á miðvikudaginn í síðustu viku í þremur leikjum. Úrslit í rimmu Stjörnunnar og Hauka réðust ekki fyrr en í fimmta leik á mánudaginn var. Undirbúningstími liðanna fyrir úrslitaleikina sem geta orðið að hámarki fimm á tólf dögum hefur verið mislangur.

Umfjöllun um úrslitaeinvígið má sjá í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert