Sigurbergur samdi við ÍBV til tveggja ára

Sigurbergur Sveinsson leikur með ÍBV næsta vetur.
Sigurbergur Sveinsson leikur með ÍBV næsta vetur. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson hefur ákveðið að leika með ÍBV næstu tvö árin. Hann hefur skrifaði undir samning þess efnis og flytur til Vestmannaeyja í sumar. Sigurbergur er annar öflugi handboltamaðurinn sem gengur til liðs við ÍBV á skömmum tíma. Hinn er Róbert Aron Hostert.

Sigurbergur hefur síðasta árið árið leikið með Team Tvis Holstebro sem varð danskur deildarmeistari í vor  og er nú á fullu með liðinu í úrslitakeppninni um danska meistaratitlinn. Auk þess að leika með Team Tvis Holstebro hefur Sigurbergur m.a. leikið með Rheinland, Hannover-Burgdorf og Erlangen í Þýskalandi og Basel í Sviss að ógleymdum Haukum í Hafnarfirði.

Sigurbergur er alinn upp hjá Haukum og var um árabil einn besti leikmaður liðsins og var m.a. í  Íslandsmeistaraliðinu 2009 og 2010 og í silfurliði félagsins  2013 og 2014, síðasta árið eftir tap fyrir ÍBV eftir æsilegt fimm leikja rimmu um Íslandsmeistaratitilinn.

Sigurbergur, sem er 28 ára. Hann á að baki 56 A-landsleiki og var hefur tekið þátt í nokkrum stórmótum, m.a. heimsmeistaramótinu  í Katar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert