Rut Jónsdóttir fer til Midtjylland

Rut Jónsdóttir í landsleik.
Rut Jónsdóttir í landsleik. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir mun ganga til liðs við danska handknattleiksliðið Midtjylland í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Rut, sem kemur til Midtjylland frá Randers, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. „Ég hlakka mjög til að vera hluti af þessu liði. Ég fæ að spila í minni stöðu á ný. Ég hlakka líka til að fá að spila í Meistaradeildinni,“ segir Rut sem er hægri skytta að upplagi en spilaði oft í hægra horni fyrir Randers.

Rut hefur spilað í Danmörku í átta ár. Hún var í Holstebro fyrstu sex tímabilin sín, og síðan gekk hún til liðs við Randers.

„Rut er fljótur og sterkur leikmaður sem getur spilað á miklum hraða og bæði sem hægra horn og hægri skytta. Hún mun passa vel inn í liðið,“ sagði Helle Thomsen þjálfari Midtjylland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert