Hrósar Aroni í hástert

Aron Pálmarsson er á ný mættur til Kölnar á úrslitahelgi …
Aron Pálmarsson er á ný mættur til Kölnar á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Ljósmynd/Melczer Zsolt

Domagoj Duvnjak, króatíski landsliðsmaðurinn í handknattleik og leikmaður þýska meistaraliðsins Kiel, hrósar Aroni Pálmarssyni í hástert, en þessir tveir frábæru leikstjórnendur mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik í Köln á morgun þegar Kiel og Veszprém eigast við.

„Hann er svo ótrúlega hæfileikaríkur. Við höfum haldið góðu sambandi og höfum mæst mörgum sinnum. Við komum í þýsku Bundesliguna á sama tíma og mér finnst ég vera tengdur honum. Hann er stórkostleg manneskja og stórkostlegur leikmaður,“ segir Duvnjak.

„Mér finnst Aron geta gert hreinlega allt inni á vellinum. Hann getur gert hið ómögulega og þess vegna get ég ekki nefnt eitthvað eitt sérstakt við gæðin sem hann hefur yfir að ráða. Hann er með þetta allt saman. Allt sem hann gerir inni á vellinum virðist vera svo auðvelt fyrir hann,“ segir Duvjnak, en hann og Aron léku tvö tímabil saman með Kiel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert