Viggó á leið til Randers

Viggó Kristjánsson á ferðinni í Olís-deildinni í vetur.
Viggó Kristjánsson á ferðinni í Olís-deildinni í vetur. mbl.is/Eva Björk

Viggó Kristjánsson, örvhenta skyttan í liði Gróttu í Olís-deildinni í handknattleik, er á leið í atvinnumennskuna.

„Hann er ekki búinn að ganga formlega endanlega frá félagaskiptunum en það er mjög stutt í það,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Viggós, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Liðið sem Viggó er að ganga til liðs við er danska liðið Randers, sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Viggó verður þar með liðsfélagi markvarðarins Arnórs Freys Stefánssonar sem er farinn frá ÍR og er búinn að skrifa undir samning við Randers.

Viggó er 23 ára gamall og varð annar markahæsti leikmaður Gróttu í deildarkeppninni í vetur með 117 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert